Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Alvarlegt umferðaslys er bíll fór út af vegi

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Al­var­legt um­ferðarslys varð á Norðaust­ur­vegi skammt frá Kópaskeri seint í gærkvöldi og hefur vinna viðbragðsaðila á slysstað nú staðið yfir í tíu tíma.

Slysið varð þegar fólksbíll fór út af veginum og valt í nágrenni bæjarins Prest­hól­a í Öxarfirði í Núpa­sveit.

Einn var í bílnum og var tilkynnt strax um slysið.

Að sögn lögreglunnar á Norðurlandi eystra er vinnu viðbragðsaðila á slysstað nú við það að ljúka.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Anna Sigríður Einarsdóttir