Skjálfti í Austmannsbungu í Mýrdalsjökli

23.07.2020 - 06:13
Mynd með færslu
 Mynd: Veðurstofa Íslands
Jarðskjálfti, 3,3 að stærð, varð í Austmannsbungu í Mýrdalsjökli klukkan rúmlega hálfsex í morgun. Annar skjálfti öllu minni, 2,7 að stærð, varð á svipuðum slóðum um tvöleytið í nótt.

Vanalega er það um þetta leyti árs sem Katla bærir á sér. Páll Einarsson jarðvísindamaður segir að óvenju lítil virkni hafi verið í Kötlu undanfarið.

Þá urðu nokkrir skjálftar, 2,4 - 2,7 af stærð norður af Gjögurtá í gærkvöld og nótt, og einn upp á 2,5 lét vita af sér við Grindavík á ellefta tímanum í gærkvöld.

Uppfært kl. 8:16 - Sjálftinn í Mýrdalsjökli var upphaflega sagður hafa orðið í Goðabungu, en hann varð í Austmannsbungu sem er 7,4 kílómetra austnorðaustur af Goðabungu.

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi