Óljóst hvort kæra Rio Tinto verður rannsökuð formlega

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Samkeppniseftirlitið þarf að afla frekari upplýsinga frá Rio Tinto og Landsvirkjun áður en tekin verður ákvörðun um hvort kæra Rio Tinto til embættisins verður tekin til rannsóknar.  Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að þessi vinna taki einhverjar vikur. Ákvörðunin um hvort hafin verði formleg rannsókn á grundvelli kvörtunarinnar liggi í fyrsta lagi fyrir í ágúst.

 

Ekki liggur fyrir hvað rannsóknin yrði tímafrek

Páll Gunnar segir ekki hægt að segja til um það á þessu stigi hvað rannsókn málsins tæki langan tíma, ef af henni yrði. Það velti á umfangi málsins og hversu greiðlega gengi að afla gagna. 

Telur Landsvirkjun misnota markaðsráðandi stöðu

Í gær lagði Rio Tinto, móðurfélag álversins í Straumsvík, fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins. Það er mat félagsins að Landsvirkjun mismuni álfyrirtækjunum þremur og misnoti markaðsráðandi stöðu sína. 

Staða álversins í Straumsvík hefur lengi verið þung og til greina kemur að loka álverinu varanlega vegna mikils tapreksturs. 

 

arnhildurh's picture
Arnhildur Hálfdánardóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi