Evrópuþingið krefst breytinga á fjárhagsáætlun ESB

23.07.2020 - 16:21
Mynd með færslu
Frá atkvæðagreiðslunni á Evrópuþinginu í morgun. Mynd:
Evrópuþingið samþykkti í dag með miklum meirihluta að krefjast þess að fjárhagsáætlun Evrópusambandsins til næstu sjö ára verði breytt. Í ályktuninni segir að ólíklegt sé að þingið fallist á fjárhagsáætlunina án þess að hún verði löguð. Leiðtogaráð sambandsins samþykkti hana á fundi sínum sem stóð frá síðasta föstudegi til þriðjudags.

Gert er ráð fyrir að útgjöld ESB verði 1.076 milljarðar evra næstu sjö ár, eða um það bil 153 milljarðar á ári. Þau verða 168 milljarðar í ár. Alls greiddu 465 þingmenn atkvæði með ályktuninni. 150 voru á móti.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi