10 ár frá því að hljómsveitin One Direction var stofnuð

Mynd með færslu
 Mynd: One Direction

10 ár frá því að hljómsveitin One Direction var stofnuð

23.07.2020 - 12:45
Þann 25. mars 2015 tilkynnti strákahljómsveitin One Direction á Facebook-síðu sinni að þeir væru hættir. Í dag eru þó liðin 10 ár frá að hljómsveitin var stofnuð þegar þeir sungu lagið Torn í raunveruleikaþáttunum X Factor í Bretlandi.

Aðdáendur One Direction hafa beðið eftir að fá meira efni frá hljómsveitinni og hvort þeir muni ekki gera eitthvað í tilefni af því að hljómsveitin fagni 10 ára afmæli í dag. 

Strákarnir kynntust þegar þeir tóku þátt í þættinum X Factor, þeir mættu þá allir einir en voru settir saman í hóp. Hér má sjá fyrsta lagið sem þeir sungu saman áður en allt ævintýrið hófst.

Í gær kom tilkynning á Instagram-síðu þeirra að von væri á 10 ára afmælismyndbandi - aðdáendum þeirra til mikillar ánægju.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Tomorrow! You and me got a whole lot of history #10YearsOf1D

A post shared by One Direction (@onedirection) on

Í tilkynningu frá Simon Jones, sem er almannatengill hljómsveitarinnar, kemur fram að í dag birtist sérstök vefsíða í tilefni af því að 10 ár eru liðin frá því að hljómsveitin var stofnuð. Þessi síða mun vera í formi tímalínu þar sem gerð er grein fyrir sögu hópsins, allt frá fyrstu prufu og þar til hljómsveitin hætti. Þar verða öll tónlistarmyndbönd þeirra, listaverk, þátttaka þeirra í sjónvarpsþáttum, bak við tjöldin og sjaldséð efni, allt á einum stað.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Happy #10YearsOf1D Day! Relive your favourite One Direction memories (Link in Stories).

A post shared by One Direction (@onedirection) on