Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Sveifla sverðum eftir leiðbeiningum úr gömlum handritum

Mynd: RÚV / RÚV

Sveifla sverðum eftir leiðbeiningum úr gömlum handritum

22.07.2020 - 10:50
Á Hamarkotstúni á Akureyri hittist brynjuklæddi bardagahópurinn HEMA Club reglulega og bregða sverði að miðaldasið. HEMA er alþjóðlegt heiti yfir klúbba af þessu tagi og stendur fyrir „European historical martial arts“ sem hópurinn kallar einfaldlega sögulegar skylmingar á íslensku.

Á Akureyri eru iðkendur tæplega tíu en Haukur Fannar Möller, stofnandi klúbbsins, segir að þeir séu fleiri fyrir sunnan og að áhugi fari almennt vaxandi á íþróttinni. „Við byrjum yfirleitt á upphitun og svo vinnum við okkur í gegnum ákveðna tækni. Brögðin eru að miklu leyti lærð úr upprunalegum handritum,“ segir Haukur. „Þá sest maður niður og les, stendur svo upp og prófar að sveifla í kringum sig til að gá hvort þetta virki.“ Stundum fylgja leiðbeiningunum myndir en stundum ekki og þá þarf að reiða sig á ímyndunaraflið. „Partur af sportinu er að rífast við fólk sem hefur annað álit á túlkuninni.“

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Stundum fylgja myndir leiðbeiningunum sem auðvelda leikinn

Stefán Þór Reykdal og Sjöfn Snorradóttir tilheyra bæði félaginu og hafa stundað íþróttina frá stofnun þess. „Vinur minn heyrði í mér og plataði mig í þetta. Ég hafði ekkert skárra að gera svo ég sagði bara já endilega, fínt að prófa eitthvað nýtt.“ 

Er þetta hættuleg íþrótt? „Þetta er stórhættulegt hobbý þegar maður byrjar; ég get ekki hætt að hugsa um hvaða sverð mig langar að kaupa næst og það eru nokkur á óskalistanum,“ segir Stefán glettinn. „Þetta er reyndar hættulegra fyrir veskið en líkamann,“ segir Sjöfn.

Úlla Árdal kíkti á æfingu HEMA Club og brá sverði.

Tengdar fréttir

Menningarefni

„Arnaldur er búinn að drepa hér manneskju“

Tónlist

KK – Brúnaljósin Brúnu

Norðurland

„Þarft að vera sérstök tegund af hálfvita“