Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Konan fundin heil á húfi

22.07.2020 - 12:31
default
 Mynd: Björgvin Kolbeinsson - RÚV
Kona sem lögregla og björgunarsveitir á Norðurlandi leituðu að í nótt og í morgun fannst heil á húfi á tólfta tímanum í dag.

Leitarflokkar víða af Norðurlandi, allt frá Siglufirði austur til Húsavíkur, voru kallaðir út í gærkvöld og leit hófst á miðnætti. Leitað var á Akureyri og Húsavík og þar í kring. Leitarfólk fór um jafnt gangandi sem akandi auk þess sem drónar flugu yfir.