Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Atkvæðagreiðsla félagsmanna FFÍ hófst í dag

22.07.2020 - 14:18
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Atkvæðagreiðsla félagsmanna í Flugfreyjufélagi Íslands um nýjan kjarasamning hófst að hádegi í dag. Ritari félagsins staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. Atkvæðagreiðslan er rafræn og henni lýkur á mánudag.

Á föstudag tilkynntu stjórnendur félagsins að viðræðum við FFÍ yrði hætt og öllum flugfreyjum og flugþjónum var sagt upp. Aðfaranótt sunnudags náðust svo samningar milli Icelandair og Flugfreyjufélagsins og uppsagnirnar voru sömuleiðis afturkallaðar.

Flugfreyjur kolfelldu fyrri kjarasamning við Icelandair í atkvæðagreiðslu í byrjun júlí. Ríflega 73 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni lögðust gegn samningnum. 

Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, sagði í samtali við fréttastofu á mánudag að hún væri bjartsýn um að félagsmenn samþykktu nýjan kjarasamning.