Tuttugu í sóttkví í Færeyjum

21.07.2020 - 03:27
Mynd með færslu
 Mynd: COPYRIGHT© 2015 VISIT FAROE ISL
Nú eru fleiri en tuttugu í sóttkví í Færeyjum. Á laugardaginn greindist þriggja manna erlend fjölskylda með virkt smit við komuna til eyjanna.

Nú hefur öllum þeim farþegum sem sátu nálægt fólkinu í flugvélinni verið gert að sæta sóttkví í tvær vikur. Þremenningarnir fundu ekki fyrir neinum einkennum. Því kom þeim á óvart að þau væru smituð og gætu verið smitberar.

Fjölskyldan þarf nú að hafast við í sóttkví í húsinu sem hún hafði leigt fyrir sumarfríið sitt í Færeyjum. Alls hafa tæp 29 þúsund kórónuveirupróf verið tekin í Færeyjum og 191 greinst með smit, það síðasta innanlands 6.apríl síðastliðinn.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi