Hiti gæti náð 16 stigum í dag

21.07.2020 - 07:31
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
„Hæg breytileg átt eða hafgola, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt en stöku skúrir síðdegis norðaustantil á landinu. Hiti yfirleitt 10 til 16 stig yfir daginn,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Á morgun má hins vegar búast við smáskúrum á víð og dreif en hressilegri skúrum í innsveitum fyrir norðan. Hiti breytist þó lítið. „Á fimmtudag er útlit
fyrir norðaustan golu eða kalda með lítilsháttar rigningu eða skúrum á austanverðu landinu og það kólnar heldur fyrir norðan og
austan.“

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi