Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Fimmtánfölduðu daglegan sýnafjölda í vinnslu

Mynd með færslu
 Mynd: Landspítali
Skimun gengur vel á sýkla- og veirufræðideildi Landspítala eftir að hún tók miklum breytingum áður en hún tók við hlutverki Íslenskrar erfðagreiningar um landamæraskimun. Með nýju tölvukerfi og verklagi tókst að fimmtánfalda daglegan sýnafjölda í vinnslu á deildinni. Meðal annars er notast við kerfi sem Íslensk erfðagreining þróaði sérstaklega fyrir skimunarverkefnið.

Rúmlega 1.900 sýni greind í gær

Sýnavinnsla vegna  landamæraskimunar og seinni skimunar Íslendinga og hælisleitenda var formlega flutt á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í Ármúla á sunnudaginn. Afkastagetan í augnablikinu um 2.000 sýni á dag. Rúmlega 1.900 sýni voru tekin hjá deildinni í gær.

Karl Gústaf Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild, segir að fari sýnafjöldi yfir 2.000 stöku sinnum sé það ekki svo slæmt. Gerist það dag eftir dag geti þó skapast talsverðar tafir á að fá niðurstöðu. Undirbúningsvinna til þess að geta skimað fimm sýni samtímis hófst um leið og vitað var að deildin myndi taka við skimuninni með núverandi hætti. Þá eiga ný tæki sem væntanlega eru til landsins í ágúst og síðar í haust að auka afkastagetuna.

Mynd með færslu
 Mynd: Landspítali
Húsnæðið fékk andlitslyftingu á dögunum. Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Hagkvæmara og afkastameira

Karl segir nýtt fyrirkomulag vera flóknara og skapa meiri handavinnu, þess vegna hafi þurft að laga hugbúnaðinn að ferlinu til að gera það sjálfvirkara. „En það má segja að þetta sé hagkvæmara þegar það er lág tíðni sýna sem greinast jákvæð. Ef það eru mörg sýni að greinast jákvæð þá hættir þetta að vera hagkvæmt.“ Því þá þurfi að endurtaka prófunina til að einangra jákvæð sýni. „En í því þýði ferðamanna sem eru að koma til landsins núna eru svo fá sýni að greinast jákvæð og því er þetta hagkvæmt,“ segir Karl Ágúst.

 

19. júlí 2020
 Mynd: Landspítali
Landspítali/Þorkell Þorkelsson
Mynd með færslu
 Mynd: Landspítali
Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Á vef Landspítalans segir að að jafnaði megi búast við svartíma upp á 12 til 24 klukkustundir frá móttöku sýna í Ármúla og ræðst svartími meðal annars af fjölda sýna, tíma dags sem þau berast í hús og fjölda sýna í hefðbundnum rannsóknum. Vinnsluferlið, frá því að sýni úr landamæraskimun kemur á deildina, tekur að lágmarki fimm klukkustundir. Sýni sem berast eftir klukkan 19:00 fara að jafnaði í vinnslu næsta dag.

Mynd með færslu
 Mynd: Landspítali
Landspítali/Þorkell Þorkelsson
Mynd með færslu
 Mynd: Landspítali
Úrvinnsla sýnanna fer fram í húsakynnum Landspítala í Ármúla 1. Landspítali/Þorkell Þorkelsson