Allt að 16 stiga hiti á morgun

21.07.2020 - 23:00
Mynd með færslu
 Mynd: Pexels
Á morgun er spáð hægri breytilegri átt eða hafgolu, skýjað og víða verða dálitlar skúrir, einkum norðaustanlands. Hiti verður 9-16 stig.

Þetta kemur fram í spá Veðurstofu Íslands.

Horfur á landinu næstu daga eru norðaustlæg átt og skúrir eða dálítil rigning öðru hverju, einkum norðan- og austanlands. Fremur svalt fyrir norðan og austan, en heldur hlýrra suðvestantil á landinu.

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi