Sýningarstúlka dæmd fyrir skattsvik

20.07.2020 - 17:36
epa07579008 Winner of the 2018 Eurovision Song Contest Netta Barzilai (L) from Israel and Israeli supermodel Bar Refaeli perform during rehearsals for the Grand Final of the 64th annual Eurovision Song Contest (ESC) at the Expo Tel Aviv, in Tel Aviv, Israel, 17 May 2019. The Grand Final is held on 18 May.  EPA-EFE/ABIR SULTAN
Bar Refaeli og söngkonan Netta Barzilai á Eurovision-hátíðinni í Tel Aviv í fyrra. Mynd: EPA-EFE - EPA
Bar Refaeli, frægasta sýningardama Ísraels, var í dag dæmd til að sinna samfélagsþjónustu í níu mánuði og að greiða jafnvirði 102 milljóna króna í sekt fyrir skattsvik. Hún játaði að hafa gefið rangar upplýsingar hversu lengi hún hefði dvalið erlendis til að komast undan að greiða skatta í Ísrael.

Móðir hennar, Tzipi Refaeli, var einnig sakfelld fyrir margs konar skattalagabrot. Hún fékk sextán mánaða fangelsisdóm og þarf einnig að greiða rúmar 100 milljónir í sekt.

Bar Refaeli var fyrst handtekin og yfirheyrð vegna meintra skattalagabrota árið 2015. Hún var í eina tíð í tygjum við bandaríska kvikmyndaleikarann Leonardo di Caprio.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi