Útlit er fyrir að fækka þurfi gæslumönnum krúnudjásnanna í Tower of London vegna áhrifa COVID-19 farsóttarinnar á ferðamennsku í Bretlandi. Samtök sem sjá um rekstur safnsins sem hýsir djásnin segist ekki eiga annars úrkosti en að draga úr rekstrarkostnaði. Tekjur hafi dregist stórlega saman vegna fækkunar ferðafólks.