Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Sameiginleg ástríða landaði samningnum

Mynd: Rúv / Rúv
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist hafi skynjað sameiginlega ástríðu forystumanna Icelandair og flugfreyja fyrir fyrirtækinu og það hafi landað samningnum sem undirritaður var í nótt.

Í samtali við fréttastofu kveðst Aðalsteinn hafa séð það væri grundvöllur fyrir því að tala saman og reyna að ná samkomulagi.

Hann fagnar niðurstöðunni en segir ekki rétt að tjá sig um efnisatriði samningsins fyrr en Flugfreyjufélagið hafi kynnt hann sínu félagsfólki.

Aðalsteinn segir umræðurnar hafa verið erfiðar og þær hafi tekið langan tíma. Hann segir þær þó hafa verið hreinskiptar, heiðarlegar og góðar. „Þessi sterki hópur vann úr þessu saman" .