Hjálmar - Segðu já
Á föstudag kom út nýtt lag frá Hjálmum sem heitir Segðu já en það lag verður að finna á nýrri plötu frá sveitinni sem kemur í haust. Sú er kannski ekki alveg hefðbundin því hún er endurgerð á plötu sveitarinnar Uniimog sem kom út árið 2014 og var skipuð þeim Sigga, Steina og Kidda úr Hjálmum ásamt Ásgeiri Trausta.