Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Kórónuveiran heldur áfram að taka sinn toll

epa08376590 An exhausted health worker in protective gear take a rest during a free coronavirus community screening service in Kuala Lumpur, Malaysia, 22 April 2020. Countries around the world are taking increased measures to stem the spread of the SARS-CoV-2 coronavirus which causes the COVID-19 disease.  EPA-EFE/AHMAD YUSNI
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Nú hafa yfir 600 þúsund látist af völdum kórónuveirufaraldursins í heiminum öllum. Yfir fjórtán milljónir hafa smitast.

Flest dauðsföll eru í Evrópu eða ríflega 200 þúsund. Næstflest, eða 160 þúsund, hafa dáið í Suður Ameríku. Þar dreifist veiran nú mjög hratt.

Á þriðja hundrað þúsund nýrra kórónuveirutilfella greinast á hverjum degi undanfarið. Það kemur fram í skýrslu Alþjóðaheilbrigðistofnunarinnar

Bandaríkin eru það einstakt ríki hvar flest hafa látist eða ríflega 140 þúsund manns. Fjöldi dauðsfalla af völdum Covid-19 hefur tvöfaldast á síðustu tveimur mánuðum en yfir 100 þúsund létust undanfarnar þrjár vikur.