Frakkar skylda grímunotkun í verslunum

18.07.2020 - 18:42
epa08553567 Paris Mayor Anne Hidalgo wears a face mask during the opening of Paris Plages at the canal basin of the Bassin de la Villette, in Paris, France, 18 July 2020. Hidalgo launched the annual outdoor summer event Paris Plages on 18 July 2020. The temporary artificial beaches will run until 31 August 2020, with extra health precautions and instructions in place due to the ongoing pandemic of the COVID-19 disease caused by the SARS-CoV-2 coronavirus.  EPA-EFE/MOHAMMED BADRA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Skylda verður að nota andlitsgrimur í almannarýmum innandyra í Frakklandi frá og með næsta mánudegi. Meðal þeirra staða sem grímunotkun verður nú skylda á eru bankar, verslanir og markaðir sem eru undir þaki. 

Skylda verður að nota andlitsgrímur í almannarýmum innandyra í Frakklandi frá og með næsta mánudegi. Meðal þeirra staða sem grímunotkun verður nú skylda á eru bankar, verslanir og markaðir sem eru undir þaki.

Olivier Veran, heilbrigðisráðherra Frakklands tilkynnti þetta í dag, en grímuskyldan er hluti af tilraun yfirvalda í landinu til að hindra að önnur bylgja kórónuveirufaraldursins komist á skrið.

Reuters fréttaveitan greinir frá og segir frönsk stjórnvöld hafa flýtt áætlunum sínum eftir ýmsar vísbendingar um að kórónuveirutilfellum gæti farið fjölgandi á ný. Er einkum tali að tilfellum geti fjölgað hratt í vestur- og suðurhluta landsins, sem sluppu tiltölulega vel í fyrstu bylgju faraldursins.

„Frá og með mánudegi verður skylda að nota andlitsgrímur innandyra,“ sagði Veran á Twitter í dag. „Það á við um verslanir, byggingar sem opnar eru almenningi, markaði undir þaki og banka.“

Bresk stjórnvöld tilkynntu í byrjun síðustu viku að þar í landi yrði skylda að bera andlitsgrímur í verslunum frá og með 24. júlí. Þau sem ekki fara eftir þessum fyrirmælum eiga yfir höfði sér sekt upp á allt að 100 pund, sem jafngildir ríflega 17.500 krónum.

Áður hafa yfirvöld í Skotlandi, Þýskalandi og Ítalíu skyldað grímunotkun á almannafæri.

Anna Sigríður Einarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi