Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Eldur í 15. aldar dómkirkju

18.07.2020 - 08:57
Fire fighters brigade work to extinguish the blaze at the Gothic St. Peter and St. Paul Cathedral, in Nantes, western France, Saturday, July 18, 2020. The fire broke, shattering stained glass windows and sending black smoke spewing from between its two towers of the 15th century, which also suffered a serious fire in 1972. The fire is bringing back memories of the devastating blaze in Notre Dame Cathedral in Paris last year that destroyed its roof and collapsed its spire and threatened to topple the medieval monument. (AP Photo/Laetitia Notarianni)
 Mynd: Laetitia Notarianni - AP images
Eldur kviknaði í dómkirkju Péturs og Páls í frönsku borginni Nantes í morgun. Eldtungurnar standa út um glugga dómkirkjunnar. Óskað var eftir liðsinni slökkviliðs um klukkan átta í morgun að staðartíma, sex að íslenskum tíma. Um 60 slökkviliðsmenn voru að störfum við að reyna að slökkva eldinn rétt fyrir klukkan níu að íslenskum tíma, samkvæmt frétt AFP.

Af myndum að sjá var mikill eldur í dómkirkjunni. Fréttir herma að slökkviliðsmenn hafi þó náð að slökkva hann. Orgelið er að sögn ónýtt og steindar rúður brotnuðu.

Hafist var handa við að byggja dómkirkjuna á fimmtándu öld en henni lauk ekki fyrr en skömmu fyrir aldamótin 1900. Byggingin er í gotneskum stíl. Hún hefur áður orðið fyrir skemmdum, bæði í loftárásum bandamanna árið 1944 og í eldsvoða árið 1972 þegar þak dómkirkjunnar eyðilagðist að mestu.

Rúmt ár er nú liðið síðan Notre Dame kirkjan í París skemmdist illa í eldi.

Fréttin var uppfærð 9:29.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV