Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Bandaríski þingmaðurinn John Lewis er allur

epa08553018 (FILE) Democratic Representative from Georgia John Lewis delivers remarks during a press event held by Democratic lawmakers ahead of the vote on the Voting Rights Advancement Act in the US House of Representatives on Capitol Hill in Washington, DC, USA, 06 December 2019 (reissued 17 July 2020.) According to reports Lewis had died at age 80 after being diagnosed with pancreatic cancer in December 2019. He had been the youngest leader in the March on Washington of 1963.  EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Bandaríski fulltrúadeildarþingmaðurinn John Lewis er látinn áttræður að aldri. Banamein hans var krabbamein í briskirtli.

Lewis var sonur landbúnaðarverkafólks og tók ríkan þátt í réttindabaráttu blökkumanna á sjöunda áratug síðustu aldar.

Aðeins 21 árs að aldri var hann einn stofnenda samtakanna Freedom Riders sem börðust gegn aðskilnaði hvítra og svartra í almenningsfarartækjum vestanhafs.

Lewis tók þátt í Washington göngunni árið 1963 þar sem Martin Luther King yngri flutti sögufræga ræðu sína „ég á mér draum”. Tveimur árum síðar mátti minnstu muna að Lewis léti lífið eftir barsmíðar ridddaraliðsmanna í borginni Selma í Alabama.

Hann hafði leitt fjölmenna friðargöngu yfir Edmund Pettus brúna í borginni þegar riddaraliðið réðst til atlögu. Fimmtíu árum síðar gengu Lewis og Barack Obama Bandaríkjaforseti saman yfir brúna þegar atburðanna í Selma var minnst.

John Lewis sat á þingi fyrir Demókrataflokkinn allt frá árinu 1987 og barðist alla tíð fyrir lýðræðisumbótum, afnámi kynþáttahyggju og misréttis. Hann var einn þeirra þingmanna sem var fjarverandi innsetningarathöfn Donalds Trump núverandi forseta árið 2017.

Nancy Pelosi forseti fulltrúardeildarinnar minnist hans sem samvisku þingsins og einhverrar mestu hetju bandarískrar sögu. Pólítískir samverkamenn og andstæðingar hafa minnst Johns Lewis með hlýju frá því að fréttir bárust af andláti hans.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV