Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Veðurtepptir í Surtsey

17.07.2020 - 14:41
Rannsóknarleiðangur vísindamanna í Surtsey 2017
 Mynd: Borgþór Magnússon - Náttúrufræðistofnun Íslands
Leiðangursmenn í hinum árlega Surtseyjarleiðangri Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar hafa verið veðurtepptir í eynni síðan í gær. Þeir bjuggu sig undir brottför til lands eftir hádegið.

Veðurtepptir í sólarhring

Leiðangurinn fór út í eyna á þriðjudag og var áætlað að koma til baka í gær, fimmtudag. Það gekk ekki vegna veðurs, en færi gafst upp úr hádegi í dag.  Borgþór Magnússon leiðangursstjóri frá Náttúrufræðistofnun staðfesti það við fréttastofu fyrir stundu.  

Árlega er farið í vísindaleiðangur út í Surtsey í júlímánuði, en umferð manna í eyna er bönnuð að öðru leyti. Níu manns fóru til Surtseyjar á þriðjudag og unnu þar að rannsóknum, vöktun á lífríki og sorphreinsun.
 

kristjas's picture
Kristján Sigurjónsson
Fréttastofa RÚV