Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Innheimta ólöglegan gistináttaskatt

17.07.2020 - 16:02
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Neytendasamtökin benda á Facebook-síðu sinni ferðalöngum á að hafa varan á og greiða ekki gistináttaskatt á ferðalögum sínum um landið næstu mánuði.

„Árvökull félagsmaður Neytendasamtakanna sendi ábendingu um að tjaldsvæði haldi áfram innheimtu gistináttaskatts, þrátt fyrir að skatturinn hafi verið afnuminn tímabundið frá 1. apríl 2020 til loka árs 2021, sem hluti af efnahagspakka stjórnvalda í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Innheimtan var þegar tilkynnt til eftirlitsdeildar Skattsins“ segir í færslunni.

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segja í samtali við fréttastofu að samtökin hafa fengið tvær tilkynningar í viðbót eftir að færslan birtist nú síðdegis.

„Einhverra hluta vegna virðast einhverjir ekki hafa áttað sig á að gjaldið hafi fallið niður,“ segir hann. „Við erum búin að tilkynna þetta til eftirlitsdeildar Ríkisskattstjóra sem er að kanna þetta.“

Breki bendir á að ólöglegt sé að innheimta tilhæfulausa skatta og að neytendur eigi heimtingu á að fá skatta endurgreidda. Til að fá endurgreiðsluna verði þeir að snúa sér til þess sem skattinn innheimti.

„Þetta& hljóta að vera mistök sem hægt er að leiðrétta einn, tveir og þrír,“ segir Breki. Neytendasamtökin hvetji hins vegar neytendur til að vera á vaktinni og sýna aðgæslu og eins hvetji þau söluaðila til að fara að lögum.

„Neytendur verða að geta treyst því að reikningar sem gefnir eru út séu lögum samkvæmt.