Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Buná flæddi yfir bakka sína - Tjaldsvæðið lokað

17.07.2020 - 08:18
Mynd með færslu
 Mynd: Tjaldsvæðið Tungudal
Áin Buná í Tungudal á Ísafirði flæddi yfir bakka sína í gærkvöld og til stendur að loka tjaldsvæðinu þar. Í samtali við fréttastofu segir Gautur Ívar Halldórsson, framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins, að göngubrú yfir ána hafi verið fjarlægð og vegur tekinn í sundur til að hleypa vatni af veginum aftur yfir í ána.

„Ég man ekki eftir jafnmiklu flæði í ánni á þeim átta árum sem við höfum verið hér,“ segir Gautur í samtali við fréttastofu. Enginn gisti á tjaldsvæðinu í nótt enda fylltist svæðið af vatni. Starfsmenn aðstoðuðu ferðamenn við að færa bíla og ferðavagna yfir ána og pakka saman tjöldum og flestir færðu sig yfir á bílastæði í grenndinni.

 

Mynd með færslu
 Mynd: Tjaldsvæðið Tungudal
Tjaldsvæðið Tungudal
Mynd með færslu
 Mynd: Tjaldsvæðið Tungudal
Tjaldsvæðið Tungudal
hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV