Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Svindlað við sýnatökur í Bangladess

16.07.2020 - 11:49
epa08549043 A man gets his swab sample collected in Srinagar, the summer capital of Indian Kashmir, 16 July 2020. The government has re-imposed lockdown restrictions in most parts of Srinagar and certain pockets of other districts to stop the spread of the coronavirus disease (COVID-19). Infectious cases and deaths in the region are witnessing an unusual spike since the past few days.  EPA-EFE/FAROOQ KHAN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Sjúkrahúseigandi í Bangladess hefur verið handtekinn sakaður um að hafa gefið út þúsundir vottorða þar sem fullyrt er að handhafi hefði farið í sýnatöku vegna kórónuveiru, en ekki greinst smitaður. 

 

Að sögn fréttastofunnar AFP var maðurinn gómaður á leið til Indlands klæddur í búrku. Fleiri hafi verið handteknir vegna málsins síðustu daga, læknar þar á meðal.

Heimildarmaður AFP segir að á sjúkrahúsum mannsins hafi verið skráðar 10.500 sýnatökur vegna kórónuveirufaraldurins, en einungis hafi verið tekin sýni úr 4.200 manns. Þannig hafi 6.300 vottorð verið fölsuð.

Sérfræðingar telja að þetta hafi gert slæmt ástand í Bangladess vegna COVID-19 enn verra og kunna að bitna á farandverkamönnum sem sækja vinnu í útlöndum og afla þannig tekna fyrir sjálfa sig og þjóðarbúið í Bangladess.

Farandverkamenn frá Bangladess, sem greinst hafi með COVID-19 á Ítalíu, hafi verið með fölsuð vottorð um að þeir væru við hestaheilsu. Af þeim sökum hafi allt flug milli landanna verið stöðvað.

Talið er að um tólf milljónir manna frá Bangladess hafi sótt vinnu í útlöndum í fyrra og sent heim jafnvirði um 2.700 milljarða króna.

 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV