Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Eins og rigningarveggur

Rigning í Tunguskógi
 Mynd: Ragnar Aron Árnason - Skjáskot
„Þetta er eins og rigningarveggur.“ Þetta segir Ísfirðingurinn Ragnar Aron Árnason, sem átti leið um tjaldsvæðið í Tunguskógi fyrr í kvöld. Þar hefur hellirignt í dag og í kvöld, appelsínugul veðurviðvörun er í gildi á Vestfjörðum og hætta er á skriðuföllum vegna rigninganna.

Að sögn Ragnars var byrjað að flæða upp úr ræsi við veginn á svæðinu, sem réði ekki við vatnsflauminn, og vatn hafði flætt inn í þjónustuhús og salerni.

„Ég hef sjaldan séð annað eins,“ segir Ragnar.