„Þetta er eins og rigningarveggur.“ Þetta segir Ísfirðingurinn Ragnar Aron Árnason, sem átti leið um tjaldsvæðið í Tunguskógi fyrr í kvöld. Þar hefur hellirignt í dag og í kvöld, appelsínugul veðurviðvörun er í gildi á Vestfjörðum og hætta er á skriðuföllum vegna rigninganna.