Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Donald Trump skiptir um kosningastjóra

epa08548958 (FILE) - Brad Parscale, campaign manager for Trump's 2020 re-election campaign, speaks at the 47th annual Conservative Political Action Conference (CPAC) at the Gaylord National Resort & Convention Center in National Harbor, Maryland, USA, 28 February 2020 (reissued 16 July 2020). Media reports state on 16 July 2020 that US President Trump has replaced Brad Parscale as his campaign manager with Bill Stepien. Parscale will stay on as senior adviser, media added.  EPA-EFE/ERIK S. LESSER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann víki Brad Parscale kosningastjóra sínum til hliðar. Þetta gerir forsetinn til að blása nýju lífi í framboð sitt sem hefur mátt þola nokkurn mótbyr.

Skoðanakannanir undanfarið sýna talsvert forskot Joe Bidens frambjóðanda Demókrataflokksins.

Sá sem tekur við af Parscale er nánasti samstarfsmaður hans, Bill Stepien. Hann er rúmlega fertugur og stjórnaði farsælli kosningabaráttu Chris Christies til embættis ríkisstjóra New Jersey árið 2009.

Hann starfaði við kosningabaráttu Trumps árið 2016 og hefur verið í starfsliði forsetans síðan þá.

Brad Parscale heldur áfram að stjórna stafrænum hluta kosningabaráttu Trumps, sem hann hafði með höndum áður en forsetinn fékk hann til að hafa yfirumsjón með kosningabaráttunni.