Bretar reistu braggana ásamt fleiri mannvirkjum í Borgarnesi á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar.
Glöggir vegfarendur hafa án efa iðulega séð grænleita braggana þar sem þeir standa ofan við verslunarhús Kaupfélagsins. Braggarnir tveir hafa gengt margvíslegum hlutverkum í bænum en kaupfélagið var síðasti eigandi þeirra á undan Borgarbyggð, núverandi eiganda.
Sigurður Arelíusson í Álftártungu hefur tekið til við að rífa braggana sem hann ætlar að endurreisa á jörð sinni. Þar verða þeir notaðir sem geymslur.