Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Bresku braggarnir hverfa úr Borgarnesi

Loftmynd tekin með dróna af Borgarnesi
Borgarnes. Mynd úr safni. Mynd: Jóhannes Jónsson - RUV.IS
Verið er að rífa tvo bragga sem standa við Egilsholt í Borgarnesi, til að rýma fyrir nýju skipulagi. Nú munu þeir skipta um aðsetur.

Frá þessu er greint á vef Skessuhorns.

Bretar reistu braggana ásamt fleiri mannvirkjum í Borgarnesi á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar.

Glöggir vegfarendur hafa án efa iðulega séð grænleita braggana þar sem þeir standa ofan við verslunarhús Kaupfélagsins. Braggarnir tveir hafa gengt margvíslegum hlutverkum í bænum en kaupfélagið var síðasti eigandi þeirra á undan Borgarbyggð, núverandi eiganda.

Sigurður Arelíusson í Álftártungu hefur tekið til við að rífa braggana sem hann ætlar að endurreisa á jörð sinni. Þar verða þeir notaðir sem geymslur. 

Fréttin hefur verið uppfærð

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV