Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Auðkýfingar þolendur netsvindls

16.07.2020 - 00:30
epa04134379 (FILE) A passer-by photographs the Twitter logo on the outside of the New York Stock Exchange building in New York City, New York, USA, 07 November 2013. According to media reports on 21 March 2014, Twitter users in Turkey reported that the social media site was blocked in the country. Users trying to open the website were redirected to a statement by the Turkey's telecommunications regulator. A court's order cite 'protection measures' on the website. Twitter did not make public comment on the issue so far.  EPA/ANDREW GOMBERT
 Mynd: EPA
Twitter-síður ýmissa bandarískra auðmanna og stórfyrirtækja urðu fyrir árás netsvindlara í gær.

Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á bragðarefunum eru Elon Musk, Bill Gates og Kanye West. Stórfyrirtækin Apple og Uber lentu einnig í svindlurunum sem létu líta út fyrir að fylgjendur væru beðnir um að greiða háar fjárupphæðir í rafmynt.

Í tístunum var látið í það skína að mikil gjafmildi hefði gripið sendanda þeirra vegna kórónuveirufaraldursins. Bill Gates átti til að mynda að hafa beðið fylgjendur sína um þúsund dollara sem sá eða sú sem greiddi fengi tvöfalt til baka.

Twitter hefur iðulega áður verið vettvangur rafmyntasvindls af þessu tagi en þetta mun vera í fyrsta sinn sem reikningar auðmanna og stórfyrirtækja eru yfirteknir í jafn stórum stíl og raun bar vitni í gær.

Færslunum var eytt nánast umsvifalaust en enn er ekki vitað hver eða hverjir stóðu að svindlinu.