Staðföst í að Ólympíuleikar fari fram á næsta ári

epa08331720 (FILE) - The logos of the Tokyo 2020 Olympic (L) and Paralympic Games (R) during a presentation in Tokyo, Japan, 25 April 2016 (re-issued on 30 March 2020). The International Olympic Committee (IOC) on 30 March 2020 announced that the Tokyo 2020 Olympic Games will take place from 23 July until 08 August 2021 after it was postponed for a year due to the ongoing coronavirus COVID-19 pandemic.  EPA-EFE/KIMIMASA MAYAMA
 Mynd: EPA

Staðföst í að Ólympíuleikar fari fram á næsta ári

15.07.2020 - 18:10
Alþjóðaólympíunefndin er staðföst í þeim ásetningi að Ólympíuleikarnir fari fram í Tókýó á næsta ári og er að vinna með nokkra möguleika á því hvernig útfærsla leikanna verður. Sú útfærsla ræðst á stöðu COVID-19 faraldursins.

Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur eftir Thomasi Bach, forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar, að nokkrir útfærslumöguleikar séu til skoðunar svo leikarnir geti farið fram með öruggum hætti. Leikarnir áttu að hefjast 24. júlí en var frestað um eitt ár í mars síðastliðnum vegna kórónuveirufaraldursins og hefjast Ólympíuleikarnir því ekki fyrr en 23. júlí á næsta ári.

„Öryggi allra þátttakenda er forgangsatriði númer eitt,“ hefur BBC eftir Bach. „Við erum staðföst að leikarnir fari fram í júlí og ágúst á næsta ári.“

„Vegna þessa [öryggis], stendur nú yfir vinna að nokkrum útfærslum, þar sem við vitum ekki hvernig heilsufarsástandið verður eftir ár,“ segir Bach.