Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Skólum í Hong Kong gert að hlýða

15.07.2020 - 04:51
Erlent · Asía · háskólar · Hong Kong · Kína · Menntun · mótmæli
Protesters rest outside the Legislative Council in Hong Kong, Friday, June 21, 2019. A deadline imposed by activist groups for Hong Kong's government to scrap highly unpopular extradition bills and accept other demands passed Thursday without an official response. (AP Photo/Vincent Yu)
 Mynd: AP
Skólafólk í Hong Kong óttast að nýju öryggislögin ógni því orðspori afburða og fræðilegs frelsis sem skólakerfið þar hefur aflað sér.

Fljótlega eftir að lögin tóku gildi ráðlögðu skólastjórnir kennurum að gæta að sér við kennslu. Hyggja þyrfti að algerlega pólítísku hlutleysi í orðavali.

Krafa hefur komið frá stjórnvöldum í Kína um að skólar í Hong Kong innleiði „þjóðhollari" kennsluhætti og tryggi að öryggislögunum sé hlýtt.

AFP fréttastofan hefur eftir kennara að krafa yfirvalda um að láta ekkert óheppilegt út úr sér í kennslustofunni kallaði á stranga sjálfsritskoðun.

Nú þegar hafa bækur sem falla ekki að nýju lögunum verið fjarlægðar úr almennings- og skólabókasöfnum.

Stjórnmálamenn hliðhollir Kínastjórn hafa stungið upp á að koma myndavélum fyrir í skólastofum í Hong Kong.

Kínversk yfirvöld telja að hörð mótmæli liðins árs eigi meðal annars upptök sín í skólum héraðsins.