Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Lestarslys í Tékklandi

15.07.2020 - 08:04
epa08546511 Firefighters work in the aftermath of a train crash near the city of Cesky Brod, Czech Republic, 15 July 2020. According to media reports, at least one person died and 35 people were injured after a cargo and a passenger train collided between Uvaly and Cesky Brod.  EPA-EFE/MARTIN DIVISEK
Frá slysstað í Tékklandi í gærkvöld. Mynd: EPA-EFE - EPA
Einn fórst og tugir slösuðust í árekstri tveggja járnbrautarlesta í Tékklandi í gærkvöld. Farþegalest og flutningalest skullu saman nærri bænum Cesky Brod rúmlega þrjátíu kílómetra austur af höfuðborginni Prag.

Haft er eftir björgunarmönnum að annar lestarstjórinn hafi látist, en að minnsta kosti 35 hafi slasast, tíu þeirra alvarlega.

Þetta er annað lestarslysið í Tékklandi í þessum mánuði. Tveir fórust og 24 slösuðust í árekstri tveggja lesta í norðvesturhluta landsins í síðustu viku.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV