Vestfirðingum finnst rigningin góð

Mynd: RÚV / RÚV

Vestfirðingum finnst rigningin góð

14.07.2020 - 14:03

Höfundar

Nú er skýjað og vætusamt víða um land og landsmenn farnir að sakna sólarinnar. En eigi skal gráta sól í felum heldur fagna regninu, eins og Helgi Björns hefur kennt okkur.

Helgi Björnsson minnti Bolvíkinga á fegurðina í rigningunni og söng um húsið sem er að gráta á Tónaflóðstónleikum í félagsheimili Bolungavíkur síðustu helgi. Íbúar tóku fagnandi undir boðskapinn.  Það verður ekki minna stuð næsta föstudag þegar Tónaflóð verður á Kaffi Rauðku á Siglufirði og útsending frá tónleikunum verður í beinni á RÚV kl. 19.40.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Það var þrumustuð í félagsheimilinu Bolungavík þegar Helgi tróð upp.

Tengdar fréttir

Tónlist

Gæsahúðar flutningur á Gúanóstelpunni í Bolungarvík