Rivera notaði síðustu kraftana til að bjarga syni sínum

epa08544282 (FILE) - US actress Naya Rivera arrives at the 40th People's Choice Awards held at the Nokia Theater in Los Angeles, California, USA, 08 January 2014 (Reissued 13 July 2020). Authorities found on 13 July 2020 the body of US actress Naya Rivera after she was reported missing during a trip in in Lake Piru in Califronia on 08 July.  EPA-EFE/NINA PROMMER
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Rivera notaði síðustu kraftana til að bjarga syni sínum

14.07.2020 - 14:48
Leikkonan Naya Rivera, sem þekktust er fyrir að leika í sjónvarpsþáttunum Glee, fannst látin í gær. Hún drukknaði í Piru-vatni í Kaliforníu. Leit hafði staðið yfir í sex daga eða eftir að sonur hennar fannst einn á báti úti á vatninu. Samstarfsfólk og meðleikarar Riveru hafa minnst hennar á samfélagsmiðlum í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglustjóra Ventura-sýslu notaði Rivera síðustu krafta sína til þess að bjarga fjögurra ára syni sínum upp í bátinn. Hún hafði tekið bátinn á leigu til að njóta dagsins á vatninu með syni sínum. Josey, sonur Riveru, sagði lögreglunni að þau hefðu farið að synda en henni hafi svo ekki tekist að komast aftur upp í bátinn þegar hún hafði komið honum um borð. Ekki er talið að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað né að Rivera hafi svipt sig lífi. 

Hvert áfallið hefur rekið annað meðal leikarahóps Glee en í gær voru sjö ár frá því að meðleikari Riveru úr þáttunum, Cory Monteith, fannst látinn á hótelherbergi í Vancouver eftir að hafa tekið inn banvæna blöndu af heróíni og áfengi. Árið 2018 svipti Mark Salling, annar leikari úr þáttunum, sig lífi eftir að hafa játað ákærum um vörslu barnakláms. 

Meðleikarar Riveru úr Glee hafa minnst hennar á samfélagsmiðlum í gær og í dag. Chris Colfer, sem lék Kurt Hummel, birti gamla mynd af honum og Riveru á Instagram þar sem hann lýsti snilli hennar og húmor, fegurð og hæfileikum. 

Rivera lék klappstýruna Santönu Lopez í Glee-þáttunum þar sem Lopez barðist meðal annars við staðalímyndir og fordóma og kom svo út úr skápnum sem lesbía. Söngkonan Demi Lovato lék á tímabili kærustu Lopez í þáttunum og hún minntist Riveru í gær. Lovato segir persónuna Santönu Lopez hafa verið brautryðjanda fyrir fjölmargar hinsegin stelpur sem höfðu ekki komið út úr skápnum, þar á meðal hana sjálfa.

Kevin McHale, leikari, birti sömuleiðis mynd á Instagram þar sem hann rifjaði upp það þegar hann og Rivera fréttu saman af dauða Monteith fyrir sjö árum, hversu erfitt það hefði verið en hversu þakklátur hann hafði verið fyrir að eiga hana að. Í póstinum lýsir hann sömuleiðis stálminni Riveru, hæfileikum hennar og því hversu frábær móðir hún hafði verið. 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

My Naya, my Snixxx, my Bee. I legitimately can not imagine this world without you. • 7 years ago today, she and I were together in London when we found out about Cory. We were so far away, but I was so thankful that we had each other. A week ago today we were talking about running away to Hawaii. This doesn’t make sense. And I know it probably never will. • She was so independent and strong and the idea of her not being here is something I cannot comprehend. She was the single most quick-witted person I’ve ever met, with a steel-trap memory that could recall the most forgettable conversations from a decade ago verbatim. The amount of times she would memorize all of those crazy monologues on Glee the morning of and would never ever mess up during the scene… I mean, she was clearly more talented than the rest of us. She was the most talented person I’ve ever known. There is nothing she couldn’t do and I’m furious we won’t get to see more. • I’m thankful for all the ways in which she made me a better person. She taught me how to advocate for myself and to speak up for the things and people that were important to me, always. I’m thankful for the times I grew an ab muscle from laughing so hard at something she said. I’m thankful she became like family. I’m thankful that my dad happened to have met her weeks before I did and when I got Glee, he told me to “look out for a girl named Naya because she seemed nice.” Well dad, she was nice and she became one of my favorite people ever. • If you were fortunate enough to have known her, you’ll know that her most natural talent of all was being a mother. The way that she loved her boy, it was truly Naya at her most peaceful. I’m thankful that Naya got that beautiful little boy got back on that boat. I’m thankful he will have a strong family around him to protect him and tell him about his incredible mom. I just hope more than anything that her family is given the space and time to come to terms with this. For having such tiny body, Naya had such a gigantic presence, a void that will now be felt by all of us - those of us who knew her personally and the millions of you who loved her through your TVs. I love you, Bee.

A post shared by Kevin McHale (@kevinmchale) on

Fjölmargir aðrar Hollywood stjörnur hafa minnst Riveru, þar á meðal Óskarsverðlaunaleikkonan Viola Davis, sem spyr í tísti sínu hvort möguleiki sé á því að endurtaka árið 2020, og söngkonan Bebe Rexah, sem lýsir ljúfri reynslu sinni af Riveru. 

Tengdar fréttir

Sjónvarp

Myrku hliðar gleðiþáttanna Glee