Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Engin niðurstaða af fundi með flugfreyjum

14.07.2020 - 17:50
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Kristinn Þeyr Magnússon
Fundi Flugfreyjufélags Íslands með fulltrúum Icelandair hjá Ríkissáttasemjara lauk um klukkan hálf sex í dag. Engin niðurstaða var af fundinum og ekki hefur verið boðað til nýs fundar.

Flugfreyjur felldu í síðustu viku kjarasamning sem félagið hafði gert við Icelandair. Nærri 75 prósent félagsmanna greiddu atkvæði gegn samningnum sem undirritaður var 25. júní eftir langar og flóknar samningaviðræður.

Fundurinn í dag var því liður í nýrri lotu viðræðna flugfreyja og Icelandair. Forstjóri Icelandair hefur sagt að félagið geti ekki komið frekar til móts við kröfur Flugfreyjufélagsins, eftir að félagsmenn felldu kjarasamninginn. Formaður flugfreyjufélagsins sagði í síðustu viku að kröfur þeirra hafi fyrir löngu verið komnar út af samningaborðinu.