Ekkert Huawei í 5G kerfum í Bretlandi

14.07.2020 - 12:21
Mynd með færslu
 Mynd:
Breskum fjarskiptafyrirtækjum var í dag skipað að hætta fyrir næstu áramót að kaupa búnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei til að nota í 5G háhraða-samskiptakerfum sínum. Búið á að vera að fjarlægja öll tæki og tól frá Huawei úr kerfunum árið 2027. Þetta var ákveðið á fundi sem Boris Johnson forsætisráðherra átti með öryggisráði Bretlands í morgun. 

Þetta er viðsnúningur frá því í byrjun þessa árs þegar breska stjórnin samþykkti að Huawei fengi að taka þátt í að setja upp 5G kerfið að takmörkuðu leyti. Bandaríkjamenn hafa þrýst á Breta og stjórnvöld fleiri ríkja um að kaupa ekki Huawei búnað af öryggisástæðum. 
 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi