Bárðarbunga skalf í nótt

Mynd með færslu
 Mynd: Veðurstofa Íslands
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 varð í Bárðarbungu laust fyrir klukkan eitt í nótt og annar, 2,5 að stærð, fylgdi fast á hæla honum. Skjálfti sem mældist 3,0 varð á sama stað tuttugu mínútum fyrir miðnætti. Nokkrir minni skjálftar, allir undir 2 að stærð, hafa orðið í Bárðarbungu síðasta sólarhringinn.

Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðngur á Veðurstofu Íslands, segir þetta í takt við hefðbundið skjálftamynstur á þessum slóðum. „Það er um mánuður frá síðustu þristum í Bárðarbungu, og þeir koma nú stundum í pörum,“ segir Einar Bessi. „Sá seinni var líklega tíundi skjálftinn í Bárðarbungu sem fer yfir þrjá, á þessu ári.“

Talið er að nokkuð kvikustreymi sé djúpt undir Bárðarbungu, en sú virkni sem mælist nú, segir Einar Bessi, er einnan eðlilegra marka og ekkert sem bendir til gosóróa. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi