Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 varð í Bárðarbungu laust fyrir klukkan eitt í nótt og annar, 2,5 að stærð, fylgdi fast á hæla honum. Skjálfti sem mældist 3,0 varð á sama stað tuttugu mínútum fyrir miðnætti. Nokkrir minni skjálftar, allir undir 2 að stærð, hafa orðið í Bárðarbungu síðasta sólarhringinn.