Stöðva sendingar á þúsundum lítra af handspritti

13.07.2020 - 19:02
Mynd með færslu
 Mynd: Dagný Hulda Erlendsdóttir - RÚV
Danska umhverfisstofnunin hefur gert prófanir á sendingum á 520 tonnum af handspritti sem flutt hafa verið til Danmerkur undanfarna mánuði.

Eftirspurn eftir handspritti hefur í Danmörku líkt og hér á landi færst í vöxt með kórónuveirufaraldrinum. Ekki stenst hins vegar allur innflutningur þær kröfur sem til hans eru gerðar.

Lögreglan hér á landi hefur m.a. varað við því að óprúttnir aðilar séu að selja handspritt og grímur undir fölskum formerkjum

Í Danmörku hafa þúsundir lítra af hanspritti verið sendar til baka eða til eyðingar að sögn danska ríkisútvarpið DR. Er innihald sendinganna ýmist talið hættulegt eða gagnslaust, meðal annars vegna þess að sprittið innihald ekkert alkóhól.

Alls hafa nú sendingar á 19 tonnum af spritti verið stöðvaðar og átta tonn send til eyðingar.

Anna Sigríður Einarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi