Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Slasaðist er skurður féll saman

Mynd með færslu
 Mynd:
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út nú undir kvöld vegna manns sem slasaðist þegar skurður sem hann var að vinna við féll saman.

 

Atburðurinn átti sér stað í Vík í Mýrdal þar sem maðurinn var að störfum ásamt öðrum.

Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, lenti maðurinn undir töluverðu magni af jarðvegi. Samstarfsmenn mannsins voru þó  fljótir að bregðast fljótt við og náðu að losa hann undan þyngslunum.

Ekki liggur fyrir hvort meiðsl mannsins séu alvarleg, en talið var ráðlegt að fá þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja hann á Landspítalann til frekari skoðunar og aðhlynningar og lenti hún við spítalann um áttaleytið í kvöld.

 

 

Anna Sigríður Einarsdóttir