Jómfrúarferð nýs Dettifoss lauk í dag þegar skipið lagði að bryggju í Reykjavíkurhöfn síðdegis. Skipið sigldi úr höfn í Guangzhou í Kína þann 7. maí og siglidi um Suez-skurðinn á leið sinni norður á bóginn.
Skipið sigldi með farm til Evrópu en skipverjar fóru frá borði í Danmörku fyrir nokkrum dögum. Áhöfnin lagði af stað í ferðina í lok mars.
Dettifoss var afhentur 2. maí en skipið er annað tveggja 2150 gámaeininga skipa sem fyrirtækið hefur verið með í smíðum í Kína. Þetta er stærsta skipið sem nokkurn tíma hefur verið í þjónustu íslensks skipafélags.
Dettifoss siglir undir færeysku flaggi líkt og öll fraktskip Eimskipa.
Gert er ráð fyrir að annað skipið, Brúarfoss, verði afhent seinna á árinu.
Sýnt verður frá móttöku skipsins í kvöldfréttum RÚV.