Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Mikil mótmæli í Búlgaríu

13.07.2020 - 09:56
epa08539504 People shout slogans during an anti-government protest in front of the Council of Ministers in Sofia, Bulgaria 10 July 2020. Thousands of Bulgarians gathered Friday in downtown Sofia for second day at two demonstrations - one of them to support the President Rumen Radev, who called to 'clean the power seized by the mafia' and the second one organized by the ruling party GERB who drove with buses sympatizants from different parts of the country to express support for the Government. The reason for the protest in support of the President was because the Prosecution entered the Presidency on 08 July searching the offices of Presidential Secretary on Legal Affairs and Anti-Corruption, Plamen Uzunov and of Security and Defense Secretary Iliya Milushev, after which the two were arrested and charged with the offences of influence peddling, among others.  EPA-EFE/VASSIL DONEV
Mótmælendur í Sofiu fyrir helgi. Mynd: EPA-EFE - EPA
 Mikil mótmæli hafa verið í Búlgaríu undanfarna daga og hafa þúsundir manna farið um götur höfuðborgarinnar Sofia og krafist þess að Boyko Borisov forsætisráðherra láti af völdum. Mótmælt hefur verið í fleiri borgum Búlgaríu, þar á meðal Burgas, Plovdiv og Varna. 

Kveikjan að mótmælunum var þegar öryggislögreglan NSO stöðvaði á þriðjudag þingmann sem hugðist fara á baðströnd við Svartahaf nærri heimili Ahmeds Dogans, fyrrverandi leiðtoga DPS-flokksins, eins valdamesta manns landsins. Var Dogan sakaður um að sölsa undir sig land í almanneigu og þiggja vernd á kostnað skattgreiðenda.

Tveimur dögum síðar héldu saksóknarar inn í skrifstofur forseta Búlgaríu í Sofiu og handtóku tvo starfsmenn, en áður hafði Rumen Radev, forseti landsins, lýst því yfir að Dogan ætti ekki að njóta verndar frá hinu opinbera.

Mótmælendur saka Borisov forsætisráðherra um spillingu og krefjast þess að stjórn hans fari frá völdum, en stjórnmálaskýrendur segja mál sem þessi hafa viðgengist lengi meðal annars vegna náinna tengsla auðmanna við stjórnmálaflokka.

Ofan á þetta bætist gagnrýni á Borisov forsætisráðherra og stjórn hans og viðbrögð þeirra við kórónuveirufaraldrinum, en smitum hafi fjölgað verulega á ný eftir að útgöngubanni og öðrum takmörkunum hafi verið aflétt.

 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV