Kelly Preston er látin

epa08542903 (FILE) - Kelly Preston arrives for the screening of 'Solo: A Star Wars Story' during the 71st annual Cannes Film Festival, in Cannes, France, 15 May 2018 (reissued 13 July 2020). Kelly Preston passed away on 12 July 2020 after a two-year battle with breast cancer, her husband US actor John Travolta announced on social media.  EPA-EFE/FRANCO ROBICHON
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Kelly Preston er látin

13.07.2020 - 11:09

Höfundar

Leikkonan Kelly Preston er látin, 57 ára að aldri. Preston greindist með brjóstakrabbamein fyrir tveimur árum. Hún lætur eftir sig eiginmann sinn, leikarann John Travolta, og tvö börn.

Í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram þakkaði Travolta þeim læknum og hjúkrunarfræðingum sem sinnt höfðu Preston í veikindunum, ásamt ástvinum hennar, sem stóðu þétt við bakið á henni. Hann segir að hennar verði ávallt minnst.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

It is with a very heavy heart that I inform you that my beautiful wife Kelly has lost her two-year battle with breast cancer. She fought a courageous fight with the love and support of so many. My family and I will forever be grateful to her doctors and nurses at MD Anderson Cancer Center, all the medical centers that have helped, as well as her many friends and loved ones who have been by her side. Kelly’s love and life will always be remembered. I will be taking some time to be there for my children who have lost their mother, so forgive me in advance if you don’t hear from us for a while. But please know that I will feel your outpouring of love in the weeks and months ahead as we heal. All my love, JT

A post shared by John Travolta (@johntravolta) on

Kelly Preston fæddist í Honolulu á Hawaii árið 1962. Hún átti langan og farsælan feril sem leikkona og fyrirsæta. Preston lék í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda og er hvað þekktust fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum Jerry McGuire, Twins og For Love of the Game.

Preston og Travolta gengu í hjónaband árið 1991. Þau eignuðust þrjú börn; Jett, sem fæddist árið 1992, Ellu, sem fæddist 2000 og Benjamín, sem fæddist 2010. Jett lést í fríi með fjölskyldunni á Bahama-eyjum árið 2009, aðeins sextán ára að aldri. Hann þjáðist af reglulegum flogaveikiköstum.