Birtu minnislista með röngum ummælum Faucis

13.07.2020 - 23:19
epa08518353 The director of the National Institute for Allergy and Infectious Diseases, Dr. Anthony Fauci, testifies before the United States Senate's Health, Education, Labor and Pensions (HELP) Committee during a hearing on Capitol Hill in Washington, DC, USA, 30 June 2020. Government health officials updated senators on how to safely get back to school and the workplace during the ongoing pandemic of the COVID-19 disease caused by the SARS-CoV-2 coronavirus.  EPA-EFE/KEVIN DIETSCH / UPI POOL
 Mynd: EPA-EFE - UPI
Stjórn Donald Trump Bandaríkjaforseti beinir nú í síauknum mæli gagnrýni sinni að Anthony Fauci, sérfræðingi stjórnarinnar í smitsjúkdómum.

Kórónuveirufaraldurinn hefur færst mjög í aukana vestra síðustu vikur, einkum í suður- og vesturhluta Bandaríkjanna. Smittilfellum hefur fjölgað mun hraðar en dauðsföllum og spennan milli stjórnarinnar og Fauci hefur farið vaxandi.

Embættismaður í Hvíta húsinu birti um helgina lista yfir röng ummæli Faucis varðandi veiruna. Meðal þess sem bandarísk stjórnvöld hafa gagnrýnt eru breytilegar ráðleggingar Faucis varðandi notkun á andlitsgrímum.

BBC greinir frá og segir þetta gert til að grafa undan Fauci, en 3,3 milljónir kórónuveirutilfelli hafa nú greinst í Bandaríkjunum og yfir 135.000 hafa látist af völdum veirunnar.

Fauci hefur ítrekað leiðrétt ummæli forsetans um faraldurinn, meðal annars fullyrðingar hans um að faraldurinn sé nú í rénun. Eins hefur Fauci sagt eina af ástæðum þess að kórónuveirutifellum tók að fjölga á ný vera þá að of hratt var farið í að opna á ný.

Segir í minnisblaðinu að embættismenn í Hvíta húsinu hafi áhyggjur af að hversu oft Fauci hafi haft á röngu að standa.

Kayleigh McEnany, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði minnisblaðið vera beint svar við spurningu Washington Post.

Peter Navarro, einn af efnahagsráðgjöfum Trumps sagði í viðtali við CBS sjónvarpsstöðina um helgina að hann hefði varan á þegar hann hlýddi á sérfræðinginn. Fauci „hefði haft á röngu að standa í öllum þeim tilfellum sem við höfum átt í samskiptum,“ sagði Navarro.

Anna Sigríður Einarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi