250.000 aftur í útgöngubann

13.07.2020 - 10:18
epa08531990 A health worker performs an Enhanced Chemiluminescence Immunoassay (ECLIA) antibody test on a man in a car at a drive-thru COVID-19 testing facility at the Medical City in Ortigas, east of Manila, Philippines, 07 July 2020. The Medical City opened its drive-through COVID-19 testing facility to provide easy patient access to coronavirus testing, using the Enhanced Chemiluminescence Immunoassay (ECLIA). ECLIA is a fully automated COVID-19 antibody test globally certified by the US and the Philippines Food and Drug Administration (FDA).  EPA-EFE/MARK R. CRISTINO
Sýni tekið úr vegfaranda í Manila. Mynd: EPA-EFE - EPA
Um 250.000 íbúar í Navotas-hverfinu í Manila, höfuborg Filippseyja, þurfa aftur að sæta útgöngubanni þar sem kórónuveirutilfellum hefur fjölgað þar á ný. Embættismenn greindu frá þessu í morgun.

Einungis sex vikur eru síðan löngu útgöngubanni var aflétt í Navotas, en nýtt útgöngubann gildir í hálfan mánuð. Búist er við að það taki gildi á miðvikudag eða fimmtudag.

Flesta daga þessa mánaðar hafa fleiri en þúsund greinst með kórónuveiruna á Filippseyjum, en mestur fjöldinn á einum degi var ríflega 2.500. Filippseyjar eru í öðru sæti ríkja í Suðaustur-Afríku hvað varðar fjölda kórónuveirutilfella, á eftir Indónesíu. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi