Líf og fjör á Símamótinu um helgina

Mynd: RÚV / RÚV

Líf og fjör á Símamótinu um helgina

12.07.2020 - 20:20
Símamótið í fótbolta fór fram í Kópavogi um helgina. Yfir 2000 keppendur létu þar ljós sitt skína og var gleðin við völd.

Þetta er í 36. skipti sem mótið er haldið í Kópavogi. Keppendur eru um tvö þúsund og fjögur hundruð úr fimmta, sjötta og sjöunda flokki kvenna og er þetta því stærsta knattspyrnumótið á landinu. Fjölmargir lögðu leið sína í Kópavoginn um helgina en áhorfendum var skipt niður í hólf til að tryggja að farið væri eftir sóttvarnareglum, þá var mótinu í raun skipt í þrjú minni mót til að dreifa keppendum og gestum.

Leikgleði og einbeiting skein úr hverju andliti og keppendur létu ekki dálitla rigningu hafa áhrif á sig.