Hamilton fagnaði sigri í Austurríki

epa08540575 A handout photo made available by the FIA of British Formula One driver Lewis Hamilton of Mercedes AMG GP wearing a protective face mask as he talks to journalists after taking the pole position in the qualifying session of the Formula One Grand Prix of Styria in Spielberg, Austria, 11 July 2020. The Formula One Grand Prix of Styria will take place on 12 July 2020.  EPA-EFE/JOE KLAMAR / FIA/F1 HANDOUT  SHUTTERSTOCK OUT HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - FIA/F1

Hamilton fagnaði sigri í Austurríki

12.07.2020 - 15:00
Bretinn Lewis Hamilton úr liði Mercedes vann öruggan sigur í öðrum Austurríkiskappakstri ársins í Formúlu 1. Liðsfélagi hans Valtteri Bottas, sem vann fyrsta kappaksturinn síðustu helgi, varð annar.

Ríkjandi heimsmeistarinn Hamilton var á ráspól í dag og náði snemma fínni forystu sem hann hélt allt til enda. Hamilton sagðist í viðtali eftir keppnina vera feginn að ná sigrinum eftir vonbrigðahelgi þá síðustu. Þar kom hann annar í mark en var dæmdur niður í fjórða sæti eftir að hafa farið utan í Alexander Albon á RedBull.

Albon féll þá úr leik, líkt og liðsfélagi sinn Max Verstappen, en þeir kláruðu keppnina í dag. Verstappen varð þriðji á eftir Valtteri Bottas á Mercedes og fjórði var Albon. Sá síðastnefndi lenti þó í keimlíku atviki og með Hamilton síðustu helgi í dag, þegar Sergio Perez á Racing Point fór utan í hann undir lok keppninnar. Perez braut við það framvæng og þurfti að klára keppnina á löskuðum bíl.

Eftir að hafa keyrt brautina frábærlega féll Perez niður úr fjórða sæti í það sjöunda en Lando Norris á McLaren átti frábæran lokahring þar sem hann vann sig upp úr sjöunda sæti upp í það fimmta. Lance Stroll varð sjötti í kappakstri dagsins eftir að hafa tekið fram úr Perez á lokasprettinum. Daniel Ricciardo úr Renault varð áttundi, Carlos Sainz í McLaren níundi og Rússinn Daniil Kyvat á AlphaTauri tíundi.

Ferrari galt þá afhroð í dag eftir að bílar liðsins skullu saman í þriðju beygju og féllu þar með bæði Sebastian Vettel og Charles Leclerc báðir úr keppni.

Næsta keppni í Formúlu 1 er í Ungverjalandi næstu helgi. Þá taka við tvær keppnir á Silverstone-brautinni í Bretlandi fyrstu tvær helgarnar í ágúst.

Staða ökuþóra

Sæti Ökuþór Lið Stig
1 Valtteri Bottas Mercedes 43
2 Lewis Hamilton Mercedes 37
3 Lando Norris McLaren 26
4 Charles Leclerc Ferrari 18
5 Sergio Pérez RacingPoint 16
6 Max Verstappen RedBull 15
7 Carlos Sainz McLaren 13
8 Alexander Albon RedBull 12
=9 Lance Stroll RacingPoint 6
=9 Pierre Gasly AlphaTauri 6