Gylfi spilaði í tapi fyrir Úlfunum

epa08541601 Wolverhampton Wanderers' Matt Doherty (C) in action during the English Premier League soccer match between Wolverhampton Wanderers and Everton in Wolverhampton, Britain, 12 July 2020.  EPA-EFE/Molly Darlington/NMC/Pool EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - REUTERS POOL

Gylfi spilaði í tapi fyrir Úlfunum

12.07.2020 - 12:55
Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn fyrir Everton er liðið þurfti að þola 3-0 tap fyrir Wolverhampton Wanderers í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Wolves vann þar með mikilvægan sigur í Evrópubaráttu deildarinnar.

Gylfi Þór hefur verið inn og út úr liði Everton síðustu vikur en hann var í byrjunarliðinu í dag. Leikurinn var í jafnvægi framan af en heimamenn í Wolves þó ívið sterkari aðilinn. Það var þó ekki fyrr en á lokamínútu fyrri hálfleiks sem liðið komast yfir með marki Mexíkóans Raúl Jiménez af vítapunktinum.

1-0 stóð í leikhléi en Leander Denconcker tvöfaldaði forskot Wolves eftir aðeins tveggja mínútna leik í síðari hálfleik. Portúgalinn Diogo Jota gerði svo út um leikinn með þriðja marki Úlfanna stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Gylfi Þór spilaði allan leikinn á miðju Everton sem tapaði 3-0 á Molineux-vellinum í Wolverhampton í dag. Everton situr í ellefta sæti með 45 stig, fjórum á eftir Tottenham sem er sæti ofar. Southampton er fyrir neðan Everton með stigi minna og getur komist upp fyrir þá bláklæddu hafi liðið betur gegn Manchester United annað kvöld.

Wolves fór með sigrinum upp í sjötta sæti með 55 stig, stigi meira en Sheffield United sem er sæti neðar með 54 eftir 3-0 sigur á Chelsea í gær.