Lögreglan á Vestfjörðum varar göngufólk við grjóthruni úr fjalllendi, einkum á norðanverðu svæðinu, en þar er snjór nú að losna úr giljum og getur valdið hruni.
Lögreglu hafa borist allnokkrar tilkynningar frá fólki sem hefur verið á ferð um Naustahvilft fyrir ofan Ísafjörð, þar varð stórt grjóthrun í gær og biðlar lögregla til fólks um að fara varlega á þessum slóðum.
Engin slys hafa orðið á fólki og ekki er vitað til þess að hrunið hafi valdið tjóni.