Fjögur mörk Antonio felldu Norwich í fimmta sinn

epa08540100 Michail Antonio (L) of West Ham celebrates after scoring the opening goal during the English Premier League match between Norwich City and West Ham United in Norwich, Britain, 11 July 2020.  EPA-EFE/Tim Keeton/NMC/Pool EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - EPA POOL

Fjögur mörk Antonio felldu Norwich í fimmta sinn

11.07.2020 - 14:50
Botnlið Norwich City fékk West Ham í heimsókn þar sem ekkert annað en sigur dugði til að eiga möguleika á að halda þeim í ensku úrvalsdeildinni.

Norwich voru fyrir leikinn í neðsta sæti deildarinnar með 21 stig og þurftu nauðsynlega sigur en það var strax á elleftu mínútu sem Michail Antonio kom West Ham yfir eftir hornspyrnu. Það var svo rétt áður en að flautað var til hálfleiks að Antonio var aftur á ferðinni og bætti við öðru marki fyrir gestina, og nú eftir aukaspyrnu.

2-0 stóð í leikhléi og útlitið orðið ansi svart fyrir Norwich. Michail Antonio lét svo til sín taka í þriðja sinn í upphafi seinni hálfleiks þegar hann fékk sendingu inn fyrir. Tim Krul markvörður Norwich varði frá honum en Antonio fylgdi vel á eftir með skalla sem endaði í netinu. Antonio því kominn með þrennu og staðan orðin 3-0.

Antonio var svo enn einu sinni á ferðinni þegar um stundarfjórðungur var eftir þegar hann fullkomnaði fernuna og innsiglaði sigur West Ham.

4-0 urðu því lokatölur og Norwich því fallið úr úrvalsdeildinni en West Ham er með sigrinum komið sex stigum frá fallsæti. Norwich er að falla úr úrvalsdeildinni í fimmta sinn og hefur þar með fallið oftar en nokkuð annað lið.