Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Uppselt á þrenna tónleika Bjarkar í Hörpu

Mynd með færslu
 Mynd: Santiago Felipe - Björk

Uppselt á þrenna tónleika Bjarkar í Hörpu

10.07.2020 - 15:39

Höfundar

Uppselt er á þrenna tónleika Bjarkar í Hörpu í ágúst. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Iceland Airwaves, RÚV, Hörpu, Icelandair, Reykjavíkurborg og um það bil hundrað íslenska tónlistarmenn. Miðarnir seldust upp á einni viku.

Í tilkynningu frá Björk segir hún tilefni tónleikanna vera að fagna samstarfi sínu við tónlistarfólk á Íslandi. Þá vilji hún votta virðingu sína þeim sem fóru verst út úr kórónuveirufaraldrinum og Black Lives Matter-hreyfingunni. Þá segir hún: „Mitt innleg til feminisma verður að monta mig yfir því að langflestar útsetningarnar eru eftir mig, þetta er því miður eitthvað sem er of oft horft framhjá hjá konum.“ Í lokin skrifar BJörk: „Vírusinn hefur kennt okkur öllum að við höfum nóg. Og að við verðum að hjálpa til þar sem við getum. Og @blacklivesmatter hefur minnt okkur harkalega á að líta í eiginn barm hvað varðar rasisma og virðingu, skilning og meiri aðstoð við flóttamenn sem koma hingað.“

Tónleikarnir verða haldnir 9., 15. og 23. ágúst og ásamt Björk koma fram hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, Hamrahlíðarkórinn, flautuseptetinn Viibra og fleiri. Stjórnandi verður Bjarni Frímann Bjarnason.

Þá verða seldir aðgangsmiðar á beint streymi tónleikanna en tuttugu prósent miðaverðsins rennur til Kvennaathvarfsins. 

Sena hafði vaðið fyrir neðan sig í fjöldatakmörkunum

Í gær tilkynnti Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að hann teldi ekki ráðlegt að fleiri en fimm hundruð kæmu saman, að minnsta kosti út ágústmánuð. Áður leit út fyrir að tvö þúsund mættu koma saman eftir 13. júlí.

Aðspurður hvort breytingar á fjöldatakmörkunum setji Bjarkartónleikana í uppnám segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, svo ekki vera. Hann segir að Sena hafi haft vaðið fyrir neðan sig í miðasölunni og gert ráð fyrir að áfram yrði miðað við fimm hundruð manna hámark. Þá segir hann Eldborgarsalinn vel til þess fallinn að hólfa niður, ekki síst því inngangar inn í salinn eru margir og hann skiptist í sal og þrennar svalir. Ákveðnum sætum og sætaröðum hafi verið haldið auðum til þess að tryggja hólfaskiptingu. 

Tengdar fréttir

Tónlist

Björk fagnar íslensku samstarfsfólki í Eldborg í ágúst

Tónlist

Íslenskt listafólk í stafrænu leikhúsi Bjarkar

Tónlist

Ný sýning Bjarkar fær lofsamlega dóma

Tónlist

Finnst áhrif sín á íslenska tónlist vanmetin