Búast má við töfum á umferð í uppsveitum Árnessýslu á morgun á meðan hjólreiðakeppnin Kia Gullhringurinn fer fram. Vegagerðin varar við umferðartöfum á Laugarvatnsvegi, Biskupstungnavegi, Þingvallavegi og Lyngdalsheiði frá klukkan 18:00.
Vegurinn frá Laugarvatni í átt að Geysi verður lokaður frá gatnamótum við Biskupstungnabraut í átt að Laugarvatni milli klukkan 18:00 og 19:00 á morgun. Þá verður Laugarvatnsvegur frá Laugarvatni að Svínavatni lokaður í áttina að Laugarvatni frá klukkan 19:30. Þetta kemur fram i tilkynningu frá Vegagerðinni.